Tuesday, August 13, 2013

Dásamlegur plokkfiskur

Mig hefur lengi langað í plokkfisk en þar sem hann er stútfullur af kolvetnum hef ég ekki látið það eftir mér. Ég ákvað svo í kvöld að prufa LKL útgáfu og hann kom svo sannarlega á óvart. Mér finnst þessi mun betri heldur en þessi týpíski með kartöflum og hveiti. 
Ég mæli eindregið með að prufið þennan. 






Það sem þarf:

- 6 fiskiflök (ég var með þorsk og flökin voru ekki stór).
- 1 Laukur smátt skorinn.
- Ca 5 lúkur af blómkáli (ég var með frosið blómkál og þetta var svona 200-250 gr.).
- 2 Msk. Rjómaostur.
- 2 Msk. Smjör + 2 msk eftir að allt er komið í pottinn.
- Rjómi til að þynna
- Rifinn ostur
- 1/5-1 tsk. Karrý.
- 1/5-1 Herbamare + smá krydd yfir fiskinn þegar hann er gufusoðinn.
- 1/5-1 Hvítlaukskrydd.
- 1 tsk. Lauk krydd.
- Pipar. Ég set frekar mikið af honum en þið ráðið hversu mikið þið viljið. 
- Smá salt (valfrjálst)

Byrjum á því að strá smá Herbamare yfir fiskinn og gufusjóða hann.
Því næst er laukurinn steiktur uppúr 1 msk af smjöri.
Þegar laukurinn er orðinn mjúkur bætið þið blómkálinu við og bætið við 1 msk af smjöri.
Kryddið þetta með karrý, Herbamare, hvítlaukskryddi, lauk kryddinu og pipar. 
Þegar blómkálið er orðið mjúkt bætið þið rjómaostinum við og þarnæst gufusoðna fisknum. 
Hrærið þetta vel svo fiskurinn molni niður með lauknum og blómkálinu.
Bætið við smá rjóma til þess að þetta verði örlítið þynnra og saltið og piprið eftir smekk. 

Færið plokkfiskinn yfir í eldfast mót, stráið osti yfir og bakið inni í 180° heitum ofni þar til osturinn er bráðinn. 

Ég bætti svo smá smjöri við fiskinn þegar hann var kominn á diskinn til að gera hann meira djúsí, en ég elska smjör ;) 



Mér finnst gott að setja smá pipar áður en ég set rifna ostinn yfir







Verði ykkur að góðu! :) 



Alexander borðar ekki grænmeti en hann tók ekkert eftir blómkálinu og fannst þetta rosa gott! :) 






No comments:

Post a Comment